is_ISIcelandic

Persónuverndarstefna Heyrnar

Heyrn er einkarekin heyrnarþjónusta sem er með markmið að sem flestir landsmenn heyri vel. Við stuðlum að því með vandaðri heyrnarþjónustu þar sem faglegar áherslur skipta mestu máli. Við erum með fjölbreytt úrval heyrnartækja sem eru útbúin nýjustu tækni. Einnig sinnum við fræðslu um heyrnarvernd. Heyrn vinnur með viðkvæm persónugreinanleg gögn um skjólstæðinga og starfsmenn og vistar í upplýsingakerfum sínum. Heyrn leggur ríka áherslu á trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð upplýsinga.

Hvaða gögn

Um er að ræða persónugreinanleg gögn um skjólstæðinga og starfsfólk:


Heyrn vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma.

Hvaða notkun

Gögn og upplýsingar sem Heyrn geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til að fyrirtækið geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta og þjónustað og stutt skjólstæðinga sína eins og frekast er kostur.

Varnir

Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geta framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Rétt skráning

Heyrn leitast ætíð við að tryggja rétta skráningu gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Réttur einstaklinga til aðgangs að eigin persónuupplýsingum

Heyrn veitir skjólstæðingum sínum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem Heyrn vistar og vinnur með um einstaklinginn.

Persónuupplýsingar eru hvers kyns upplýsingar um einstakling sem gera mögulegt að persónugreina hann, beint eða óbeint. Við söfnum einkum eftirfarandi persónuupplýsingum: Tengiliðaupplýsingar, s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer. Greiðsluupplýsingar, t.d. greiðslukortanúmer og upplýsingar um greiðslur. Tæknileg gögn, t.d. IP-tölur og önnur gögn tengd notkun þinni á vefsíðu okkar. ANNAÐ, t.d. gögn samfélagsmiðla.

Hvernig söfnum við upplýsingum: Tengiliðaupplýsingum söfnum við frá þér í gegnum síma, í gegnum tölvupóst eða með öðrum hætti þar sem þú hefur m.a. veitt sjálfviljugur þessar upplýsingar. Jafnframt höldum við utan um greiðsluupplýsingar og útgefna reikninga sem eru nauðsynlegar vegna samningssambands okkar og til að uppfylla skilyrði skatta- og bókhaldslaga. Við notkun þína á vefsvæði okkar söfnum við vissum upplýsingum með notkun vafrakaka (e. cookies). og meðsambærilegri tækni.

Tilgangur vinnslu okkar á persónuupplýsingum. Við vinnum eingöngu persónuupplýsingar þínar að því marki sem lög heimila. Helstu tilvik eru eftirfarandi: Til að svara fyrirspurnum þínum og/eða bregðast við óskum þínum, t.d. til að senda þér fréttabréf eða tilkynningu um viðburð. Til að efna samning okkar við þig um veitingu ákveðinnar þjónustu eða vöru. Til að gæta lögmætra hagsmuna Heyrnar. Til að gera þér kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar, til að afgreiða verðlaun, styrki eða könnunum eða öðrum kynningum á okkar vegum.

Notkun persónuupplýsinga í markaðstengdum tilgangi. Að því gefnu að þú veitir okkur samþykki þitt getum við notað persónuupplýsingar þínar til að kynna fyrir þér vörur og þjónustu frá okkur eða samstarfsaðilum. Við gætum einnig sent þér annað markaðstengt efni sem við teljum að þú gætir haft áhuga á. Þessi samskipti gætu átt sér stað í gegnum tölvupóst, síma, bréfleiðis eða með SMS. Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt hvenær sem þér hentar til að koma í veg fyrir að við sendum þér efni í markaðstengdum tilgangi í framtíðinni.


Lyfjastofnun sem fær upplýsingar um öll heyrnartæki sem flutt eru inn til landsins. Reglugerð nr 934/2010 viðauki IX og falla heyrnartæki undir flokk IIa.

Öryggi persónuupplýsinga. Heyrn viðhefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Aðgangur að upplýsingunum er auk þess takmarkaður við þá aðila sem nauðsyn ber til og sem eru bundnir trúnaðarskuldbindingu. Ef upp kemur öryggisbrestur sem hefur áhrif á persónuupplýsingar munum við tilkynna slíkt til Persónuverndar og eftir atvikum til þín eftir því sem lög mæla fyrir um. Teljir þú að samskipti þín við okkur séu ekki örugg, biðjum við þig um að láta okkur umsvifalaust vita um vandamálið með því að senda póst á netfangið: heyrn@heyrn.is

Hve lengi eru persónuupplýsingar geymdar?

Persónuupplýsingar geymum við aðeins svo lengi sem nauðsyn ber til í þeim tilgangi sem þeirra var aflað, samkvæmt lögum og reglum um sjúkraskrár og bókhaldsgögn. Bókhaldslög nr. 145/1994, en þeim upplýsingum sem falla undir lög nr. 55/2009 um sjúkraskrá er almennt óheimilt að eyða.

Réttur til leiðréttingar: Ef einhverjar upplýsingar um þig eru rangar eða ónákvæmar átt þú almennt rétt á að láta okkur leiðrétta þær.

Persónuverndarfulltrúi/Tengiliður. Ef þú hefur spurningar, athugasemdir, eða kvartanir fram að færa varðandi þessa persónuverndaryfirlýsingu eða meðferð Heyrnar á persónuupplýsingum getur þú haft samband við okkur á netfangið heyrn@heyrn.is

Persónuverndarstefna okkar er í stöðugri skoðun og því kann þessari persónuverndaryfirlýsingu að verða breytt.

Með sama hætti er okkur mikilvægt að upplýsingar um þig séu ávallt sem réttastar. Því biðjum við þig góðfúslega að láta okkur vita ef tengiliðaupplýsingar þínar (t.d. símanúmer þitt eða netfang) eða aðrar upplýsingar breytast.

Vefkökustefna: Stefna Heyrnar um notkun á vefkökum felur í sér skilgreiningu á því hvað vefkökur eru og hvernig þær eru notaðar á vefsvæðum okkar. Við hvetjum þig til að kynna þér vefkökustefnuna til að skilja betur og átta þig á í hvaða tilgangi við notum þær, hvaða upplýsingum er safnað, hvaða gerðir af vefkökum við notum og hvernig upplýsingarnar eru nýttar. Einnig felur stefnan í sér upplýsingar um rétt þinn í tengslum við notkun á vefkökum. Við áskiljum okkur rétt til að breyta stefnunni um vefkökur hvenær sem er með því að gera nýja stefnu aðgengilega á vefsvæði okkar.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæði senda í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir vefsvæði Heyrnar. Með notkun á vefkökum getum við þekkt og vitað hvaða tæki þú notar þegar þú heimsækir vefsvæði okkar. Vefkökur geta geymt upplýsingar eins og texta, númer, dagsetningar og fleira. Vefkökur okkar geyma ekki persónugreinanleg gögn né deilum við upplýsingum sem við söfnum með þriðju aðilum.

Hvernig notum við vefkökur?

Almennt eru vefkökur notaðar til að vefsvæðið virki eða þau starfi betur og sé skilvirkari. Með því að nota vefkökur er okkur kleift að gera alla notkun þína á vefsvæðinu þægilegri og betri. Við notum eingöngu vefkökur sem við teljum gagnlegar og nauðsynlegar.

Þinn réttur: Þegar þú kemur í fyrsta skipti inn á vefsvæði okkar ert þú spurð(ur) hvort þú samþykkir notkun á vefkökum.

Fjarstýring 2 ReSound
29/10/2022
Símaklemma ReSound
29/10/2022