
Heyrir þú bjöllur hljóma
23/12/2022
Heyrnarþjónusta fyrir alla
03/03/2023Ert þú á leið á þorrablót?
Ertu að nýta þér það sem heyranrtækin þín hafa upp á að bjóða eða nægir þér ein stilling við allar aðstæður?

Hægt er að vera með eina til fjórar stillingar í heyrnartækjunum:
- Almennt - Grunnstillingin sem virkar vel í flestum aðstæðum án stefnuvirkni og er 360° miðuð.
- Margmenni - Stefnuvirk stilling þar sem hljóð fyrir framan mann heyrist best og tal verður skýrara.
- Tónlist - Eina stillingin þar sem ekki er verið að einblína á tal heldur að allt sé jafnt svo tónlistin hljómi sem best.
- Úti - Dempar hljóð og dregur úr umhverfishljóðum. Meiri vindvörn og hentar vel utnadyra og í bíl.