Hvers má ég vænta?
13/06/2022Heyrir þú bjöllur hljóma
23/12/2022Hvers vegna heyrnartæki?
Heyrnarskerðing er algengur kvilli og hver sem er getur orðið fyrir honum. Heyrnarskerðingu má lýsa sem minnkandi hæfni til að heyra hljóð en áhrif þess eru flókin og víðtæk. Dagleg samskipti manna eru fyrst og fremst tal og hlustun, alvarlegustu áhrif heyrnarskerðingar eru skaðleg áhrif á mannleg tjáskipti.
Hljóðgæði ásamt vel stilltum heyrnartækjum eru fyrstu skrefin í þá átt að læra að heyra á ný. Heyrnartæki geta í fæstum tilvikum myndað sömu heyrn og áður en hin háþróaða magnararás sem í þeim er getur látið tal hljóma skýrt og greinilegt. Að heyra það sem aðrir segja er nauðsynlegt til að skilja þá og geta gefið raunhæft svar.
Einnig gera heyrnartæki fólki mögulegt að njóta tónlistar á ný, hlusta á sjónvarp og útvarp, heyra símann hringja og almennt að geta notið hversdagslegra hljóða.
Algeng afsökun fyrir því að nota ekki heyrnartæki er að heyrnarskerðingin sé ekki það alvarleg og að tæki bæti ekkert þar úr. Í raun eru meiri möguleikar á að ná góðum árangri með heyrnartæki ef sá sem er að tapa heyrn byrjar snemma að nota þau. Því lengur sem heyrnarstöð heilans er án upplýsinga um hluta af hversdagslegum hljóðum þeim mun erfiðara er að venjast heyrnartækjum. Hljóðin, sem eyrun ná ekki lengur að greina, gleymast og það kostar tíma og fyrirhöfn að læra að þekkja þau á ný.
Önnur afsökun fyrir að nota ekki heyrnartæki er að viðkomandi vill ekki sýna að hann sé heyrnarfatlaður og noti heyrnartæki. Þar tekur hann skakkan pól í hæðina því aðalfötlunin er fólgin í því að heyrnarskertur einstaklingur, sem notar ekki heyrnartæki, hefur á tilfinningunni að hann sé einangraður frá umhverfinu. Auk þess er núorðið hægt að velja svo fíngerð heyrnartæki sem sjást varla þegar þau falla á bak við eyrun. Sá sem notar heyrnartæki gefur í skin að hann líti á heyrnarskerðingu sem alvarlegan hlut og að hann vilji taka að fullu þátt í veröld þeirra sem heyra vel.